Færsluflokkur: Bloggar
1.4.2007 | 23:22
Reykjavík er falleg borg, á sundurlægu mengi
Reykjavík á góðum degi.
Allur heiður af myndinni fer til Sigga Jarls sem tók hana. Hér er hægt að nálgast hana í stórri upplausn án þess að ergja Reiknistofnun Háskóla Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 23:59
Megi ljótleikinn sigra!
Líkt og með aðrar hugmyndasamkeppnir á vegum Reykjavíkurborgar mun þessi eflaust enda með því að ljótasta og minnst framsæknasta tillagan mun vinna.
Aðrar hugmyndasamkeppnir:
- Hugmyndasamkeppni um skipulag austurhafnar
- Svo lélegar voru okkar hugmyndir að Danir unnu
- Hin Hugmyndasamkeppnin um skipulag Vatnsmýrarinnar
- Afrakstur hennar breytti augljóslega öllu
- Hugmyndasamkeppni um skipulag Nauthólsvíkur
- Fínt fyrir krakka - en ekkert blað brotið í hönnun.
Ég er ekki frá því að það hafi jafnvel verið fleiri Hugmyndasamkeppnir um skipulag Vatnsmýrarinnar, en en ég nenni ekki að finna fleiri í bili. Tvær eru alveg nóg.
Ef krafist er frekari dæma um asnalegan íslenskan arkitektúr (eða etv. arkitekta), þá eru nærtæk dæmi:
- Askja, nýjasta bygging Háskóla Íslands
- Bognar kennslustofur, ef þú situr á 'réttum' stað sérðu ekki á hluta töflunnar
- Opið frá kaffiaðstöðu í lestrarými, lagað með háværustu hurðum í heimi
- Engin leið að loka fyrir glugga, þegar sól skín hvað mest er heitara en í helvíti
- Barnaspítali við Hringbraut
- Einn langur gangur og fjórar stofur á sitthvorum enda, góð nýting á dýru plássi...
- Börnum bannað að hengja upp myndir á veggina, látum veikum börnum endilega líða sem minnst velkomin
- Viðbygging við Alþingishúsið
- Stál, gler, viður og steinn fara saman eins og ... tja, stál, gler, viður og steinn...
Ég er tala örugglega ekki fyrir alla, persónulega finnst mér háar byggingar fínar, ég fyllist alltaf lotningu þegar ég kem til stórborga eins og New York þar sem eru glæsileg risaháhýsi, ekki bara 12 hæða klumpar innan um bárujárns drauga eins og hérna heima. Mörgum svíður eflaust þessi orð, ef einhver tekur mig svo alvarlega, en stundum geta mannvirki verið falleg. Þetta er staðreynd sem eflaust erfitt er að taka trúanlega hérna á klakanum, þar sem náttúran fer öllu framar svo lengi sem hún er sjáanleg (hverjum er ekki sama um botnveiðar??).
Svarið sem brennur á vörum einhverra er örugglega "flyttu þá bara til New York", þetta segir mamma allavega alltaf þegar ég minnist á eitthvað slæmt við Reykjavík eða Ísland almennt. Rétt er það, ein lausnin fyrir mig er að flytjast úr landi, en hvar á ég þá að hengja "heima er bezt" útsaumsmyndina mína??
Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrar hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 12:34
Hvernig ætli Gunnar kenni Reykjavík um þetta...
Vörubíll valt í Heiðmörk; um 300 lítrar af dísilolíu láku úr tanki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 01:15
Fyrsta bloggfærsla
Fyrsta bloggfærsla á fersku bloggi. Hvort erða samt blog eða blogg? Bloggfærsla á blog.is - einkennilegt.
Stundum hefur maður ekkert merkilegt að segja en heldur samt áfram að skrifa. Það virðist vera algengt einkenni á blogsíðum hverskonar og hvar sem er. Stundum er það þó augljósara en annars og margar færslurnar eru innihaldsrýrar í meira lagi. Samt er eins og enginn taki eftir því, eða minnist á það í mörgum orðum, enda myndi það enda í bitastæðri færslu með miklu innihaldi, þvert á allar athugasemdir sem gerðar skyldu vera.
Já, margar eru gildrurnar á internetinu.
Allar athugasemdir eru vel þegnar, varðandi málfar, stafsetningu og orðanotkun. Endilega látið frá ykkur heyrast ef einhverju er við þetta að bæta, eða hverja þá færslu sem ég mun eflaust gera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)